Batnandi veðurfari fylgir aukin sjósókn

  • Myndir_vardskipstur-004

Mánudagur 2. apríl 2012

Varðskipið Ægir fór í dag til eftirlits- og löggæslu á Íslandsmiðum en í gær kom Týr til hafnar eftir tveggja mánaða fjarveru þar sem skipið sinnti eftirliti fyrir Fiskveiðieftirlitsstofnun Evrópusambandsins (EFCA) á Flæmska hattinum.

Aukin sjósókn fylgir ávallt batnandi veðurfari og frá því í morgun hafa varðstjórar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar fylgst með um 400 skipum og bátum á sjó umhverfis landið.

AegirIMG_9669
Frá eftirliti Ægis

IMG_0827
Týr kemur til hafnar á Nýfundnalandi