Alvarlega veikur sjómaður sóttur með þyrlu
Þriðjudagur 3. apríl 2012
Landhelgisgæslunni barst kl. 13:52 í gær beiðni um útkall þyrlu vegna alvarlegra veikinda um borð í fiskiskipi sem staðsett var um 75 sml. vestur af Öndverðarnesi. TF-GNA fór í loftið kl. 15:09 og var flogið beint að skipinu en þangað var komið kl 16:13. Gengu hífingar vel við skipið og var þeim lokið kl. 16:30. Lent var á Reykjavíkurflugvelli kl. 17:35 þar sem sjúkrabifreið beið og flutti sjúkling á spítala.