Æfð viðbrögð og samhæfing vegna eldgoss á Jan Mayen

  • JanMayen_fra_beerenberg

Miðvikudagur 25. apríl 2012

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar (JRCC-Ísland) tók í dag tók þátt í æfingu með norskum samstarfsaðilum þar sem þjálfuð voru viðbrögð og samhæfing aðgerða vegna mögulegs eldgoss á Jan-Mayen. Sett var að svið að eldgos hefði átt sér stað í eldfjallinu Beerenberg á Jan Mayen og flytja þyrfti á brott íbúa svæðisins. Inn í æfinguna fléttuðust björgunaraðgerðir vegna flugvélar sem lenti í vandræðum á svæðinu.

_MG_0632
Frá stjórnstöð Landhelgisgæslunnar

Þátttakendur æfingarinnar voru auk Landhelgisgæslunnar, norska björgunarmiðstöðin í Bodö (JRCC-Bodö), úthafsflugstjórnarmiðstöð ISAVIA (Reykjavík OACC), grænlenska flugbjörgunarmiðstöðin (ARCC Söndrestrom), flugstjórnarmiðstöðin í Bodö (Bodö ATC), norska eftirlitsskipið Sortland, eftirlitsflugvél frá Noregi og íbúar á Jan-Mayen. Gekk æfingin ágætlega en æfingar sem þessar eru haldnar reglulega og er tilgangur þeirra að þjálfa samstarfsaðila í samhæfingu og samskiptum sín á milli og má alltaf draga mikinn lærdóm af þeim.

Mynd af Jan Mayen fengin af vefnum  http://www.jan-mayen.no/