Loftrýmisgæsla hefst að nýju

  • F-4F_BaldurSveins-(3)

Fimmtudagur 3. maí 2012

Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland hefst á ný þriðjudaginn 8. maí. nk með komu flugsveitar bandaríska flughersins. Verkefnið er í samræmi við loftrýmisgæsluáætlun NATO fyrir Ísland. Alls munu um 150 liðsmenn bandaríska flughersins taka þátt í verkefninu og koma þeir til landsins með fjórar  F-15 orrustuþotur, eina KC 135 eldsneytisflugvél og eina C130 leitar- og björgunarflugvél.

Gera má ráð fyrir aðflugsæfingum að varflugvöllum á Akureyri og Egilsstöðum 8. – 11. maí nk. en á flugvellinum á Akureyri hefur verið komið fyrir þotugildrum (Arresting Gear) og TACAN stefnuvita eins og var gert árið 2009.

Verkefnið verður með sama fyrirkomulagi og áður og í samræmi við samninga sem í gildi eru, því lýkur fyrstu vikuna í júní.

C-130J-thumb-450x301

C130 leitar- og björgunarflugvél.
Mynd http://www.flightglobal.com