Veikur skipverji sóttur um borð í rússneskan togara

  • GNA3_BaldurSveins

Fimmtudagur 3. maí 2012

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GNA sótti í morgun veikan skipverja um borð í rússneska togarann IOSIF SHMELKIN. Fór þyrlan í loftið kl. 04:50 og var komið að skipinu kl. 06:00 þar sem sigmaður seig niður með börur ásamt þyrlulækni. Var sjúklingur undirbúinn fyrir flutning og síðan hífður um borð í þyrluna.

Haldið var frá skipinu kl. 06:19 og flogið beint á Landspítalann í Fossvogi þar sem lent var kl. 07:25.  Gekk flugið ágætlega og naut þyrluáhöfn aðstoð túlks sem staðsettur var í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar og útskýrði hann fyrir skipstjóra hvernig taka eigi á móti sigmanni Landhelgisgæslunnar.

LHG_utkall03052012
LHG_utkall03052012-(7)

LHG_utkall03052012-(9)
LHG_utkall03052012-(13)