Þór kominn til Íslands

  • Thor_prammi_JonPall

Föstudagur 5. maí 2012

Varðskipið Þór kom í kvöld til Hafnarfjarðar með prammann Hrapp eftir 836 sjómílna langa siglingu frá Kvamsøya í Noregi. Pramminn er í eigu Suðurverks en var leigður af Ístak fyrir framkvæmdir í Noregi.

Eftir að prammanum var skilað hélt Þór til eftirlits á íslenska hafsvæðinu en eftir helgi mun varðskipið taka þátt í björgunaræfingu með bresku freigátunni HMS St.Albans.

DSC_1185
Mynd Jón Kr Friðgeirsson           

DSC_1169
Mynd Jón Kr Friðgeirsson  

Thor_prammi_JonPall

Mynd Jón Páll Ásgeirsson