Myndir af strandstað í Sandgerði

  • LHG_Fernanda8

Laugardagur 5. maí 2012 kl. 15:16

Aðgerðum vegna strands flutningaskipsins Fernanda lauk kl.15: 15 þegar skipið losnaði af skerinu og sigldi fyrir eigin afli til hafnar.

Stýrimaður frá varðskipinu Þór og lögreglan eru um borð í skipinu og hafa tekið skýrslu af skipstjóranum en það er fast verklag í aðgerðum sem þessum. Mun rannsóknarnefnd sjóslysa nú taka við gögnum málsins.

Meðfylgjandi eru myndir sem voru teknar í morgun úr þyrlu Landhelgisgæslunnar. Þegar skipið losnaði af standstaðnum var dráttarbáturinn Magni rétt ókominn en hann ætlaði að styðja við skipið þegar það losnaði á háflóði.

LHG_Fernanda4
LHG_Fernanda3
LHG_Fernanda6
LHG_Fernanda8
LHG_Thor1
Fernanda_kort_stadsetning
Stjarnan sýnir staðsetningu strandsins í innsiglingunni.