Landhelgisgæslan óskar Vestmannaeyingum til hamingju með HEIMAEY VE-1

  • HeimaeyVE1

TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar flaug síðdegis í gær yfir nýjasta og eitt af glæsilegustu skipum íslenska flotans, uppsjávarveiðiskipið HEIMAEY VE-1 sem þá var inn í íslensku lögsöguna, um 150 sml SV af Eyjum.  Landhelgisgæslan óskar Vestmannaeyingum öllum til hamingju með glæsilegt skip sem er smíðað í ASMAR skipasmíðastöðinni í Chile.

Haft  var samband við skipið og gerði skipstjóri ráð fyrir að skipið kæmi til heimahafnar sinnar, Vestmannaeyja,  í dag þriðjudag.  Áhöfn TF-SIF árnaði skipstjóra og áhöfninni heilla með óskum um góða heimkomu.

Heimaey

HeimaeyVE1