Eftirlits- og hafísflug um vestur og norður djúp

Miðvikudagur 16. maí 2012

TF-SIF flugvél Landhelgisgæslunnar fór í gær í eftirlits- og ísflug um V- og N-djúp auk þess sem flogið var um Reykjaneshrygg þar sem nú eru 36 skip að veiðum.

Í eftirlitsbúnaði flugvélarinnar sáust samtals 722 skip og bátar innan íslensku efnahagslögsögunnar og vakti athygli mikil umferð báta við Snæfellsnes.

16052012_Iskort
Kort sem sýnir staðsetningu hafíss.

Þegar komið var á vesturdjúp var ísröndin mæld en hún var næst landi 68 sml NV af Barða og 68 sml NV af Straumnesi. Einnig var flogið yfir Kolbeinsey og mældist hún mest ca. 35m í þvermál. Í bakaleið var flogið yfir Öskju og en ekki var skyggni til að sjá ofan á eldstöðina.

16052012_Kolbeinsey
Kolbeinsey í dag

Kolbeinsey-1
Kolbeinsey árið 2011

16052012_Askja
Askja með eftirlitsbúnaði TF-SIF