Línubátur kominn til aðstoðar - unnið að björgun

  • _MG_0632

Föstudagur 18. maí 2012 kl. 00:05

Samkvæmt upplýsingum frá aðgerðastjórn Landhelgisgæslunnar er línubáturinn Páll Jónsson GK7 kominn í Meðallandsbugt til aðstoðar neta- og dragnótabátnum Kristbjörgu VE-071 sem varð vélarvana fyrr í kvöld um 1 sjómílu frá landi. Er nú unnið að því að koma dráttartóg yfir í Kristbjörgu og er áætlað að Páll Jónsson muni síðan draga bátinn á haf út. Einnig er Fiskibáturinn Fjöður kominn á staðinn og mun hann verða til aðstoðar ef á þarf að halda.