Ellefu stýrimenn LHG útskrifaðir með skipherrapróf

  • Lordarnir

Sunnudagur 20. maí 2012

Ellefu stýrimenn Landhelgisgæslunnar útskrifuðust í gær úr 4. stigi varðskipadeildar/Lordinum hjá Skipstjórnarskóla Tækniskólans með skipherrapróf á varðskip Landhelgisgæslunnar. Þeir sem útskrifuðust voru  Björn Haukur Pálsson, Gísli Valur Arnarson, Guðmundur Birkir Agnarsson, Henning Aðalmundsson, Hreggviður Símonarson, Hreinn Vídalín Sigurgeirsson, Jóhann Eyfeld Ferdinandsson, Snorre Greil, Teitur Gunnarsson, Viggó M Sigurðsson og Vilhjálmur Óli Valsson. Innilega til hamingju með glæsilegan árangur!

Hér er mynd af þeim sem gátu verið viðstaddir útskriftina. Frá vinstri Henning Þór Aðalmundarson, Vilhjálmur Óli Valsson, Guðmundur Birkir Agnarsson, Viggó M. Sigurðsson og Hreggviður Símonarson.

Lordarnir1