TF-LÍF sótti slasaðan mann í Aðalvík

  • Adalvik_utkall20052012

Sunnudagur 20. maí 2012

Landhelgisgæslunni barst kl. 16:00 í dag aðstoðarbeiðni frá Neyðarlínunni eftir að maður á sextugsaldri slasaðist er hann féll 6-8 metra við eggjatöku í Aðalvík á Hornströndum. Björgunarskip og bátar Slysavarnarfélagsins Landsbjargar (SL)  á svæðinu voru köllaðir út auk þyrlu Landhelgisgæslunnar sem tók með sér undanfara SL.

Fór þyrlan í loftið kl. 16:45 og var flogið beint í Aðalvík. Þegar komið var á svæðið var hinn slasaði kominn um borð í Gunnar Friðriksson, björgunarskip SL á Ísafirði. Seig sigmaður niður í björgunarskipið og undirbjó manninn fyrir flutning, var hann síðan hífður um borð í þyrluna. Flogið var af staðnum kl. 18:30 og var lent á Landspítalanum í Fossvogi kl. 19:34.

Myndir Felix Valsson.

Stutt myndskeið af staðnum.

Adalvik_utkall20052012