Þyrla kölluð út eftir slys við Dyrhólaey

  • _MG_5772

Fimmtudagur 24. maí 2012

Landhelgisgæslunni barst kl. 11:40 beiðni um aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir að slys varð við Dyrhólaey þegar stór hluti af bjargbrún hrundi undan ferðamönnum. Fór þyrlan í loftið kl. 11:56 og lenti kl. 12:51 á bílastæði við Dyrhólaey, voru þar tveir sjúklingar fluttir um borð í þyrluna. Farið var að nýju í loftið kl. 13:05 og flogið beint til Reykjavíkur. Lent var við Landspítalann í Fossvogi kl. 14:00.