Kynntu sér framkvæmd loftrýmsgæslunnar

  • BNA_Thota

Mánudagur 28. maí 2012

Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland, nú framkvæmd af flugsveit bandaríska flughersins hefur staðið yfir frá 8. maí.  Verkefnið hefur gengið samkvæmt áætlun en þetta er í þriðja sinn sem eftirlitið er í umsjón þeirra. Bandaríski flugherinn hefur árlega frá 2008 tekið þátt í verkefninu og í þeim tilgangi lagt Atlantshafsbandalaginu til liðsafla. 

BNA_heimsokn2
Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar ásamt Lieutenant General Craig A. Franklin

Nokkuð hefur verið um heimsóknir á svæðinu þar sem yfirmenn flughersins og tengdir aðilar, í fylgd fulltrúa utanríkisráðuneytisins, hafa komið til að kynna sér verkefnið,  sem hefur verið með sama fyrirkomulagi og áður og í samræmi við samninga sem í gildi eru. Á meðal gesta voru Lieutenant General Craig A. Franklin og aðrir yfirmenn bandaríska flugflotans í Evrópu sem staðsettir eru í Ramstein ásamt Colonel Kyle W. Robinson yfirmanni flugsveitarinnar sem staðsett er í Lakenheath. Einnig heimsótti Landhelgisgæsluna hópur varnarmálafulltrúa sem staðsettir eru í Osló, en þeir eru tengiliðir við íslensk yfirvöld.

 BNA_heimsokn1
Georg Kr. Lárusson hitti yfirmenn bandaríska flugflotans

Varnarmfulltruar_mai2012
Dagmar Sigurðardóttir, lögfræðingur Landhelgisgæslunnar, Gylfi Geirsson, forstöðumaður og Þórður Yngvi Guðmundsson frá utanríkisráðuneytinu ásamt varnarmálafulltrúum

Loftrýmisgæslunni lýkur fyrstu vikuna í júní en um 170 liðsmenn bandaríska flughersins hafa tekið þátt í verkefninu, af þeim 9 liðsmenn á Akureyri,  með fjórar  F-15 orrustuþotur, eina KC 135 eldsneytisflugvél og eina C130 leitar- og björgunarflugvél.

BNA_Eldsnvel
KC 135 eldsneytisflugvél

BNA_SARvel
Starfsmenn C-130 leitar- og björgunarflugvélarinnar ásamt yfirmanni sínum