Kynntu sér framkvæmd loftrýmsgæslunnar
Mánudagur 28. maí 2012
Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland, nú framkvæmd af flugsveit bandaríska flughersins hefur staðið yfir frá 8. maí. Verkefnið hefur gengið samkvæmt áætlun en þetta er í þriðja sinn sem eftirlitið er í umsjón þeirra. Bandaríski flugherinn hefur árlega frá 2008 tekið þátt í verkefninu og í þeim tilgangi lagt Atlantshafsbandalaginu til liðsafla.
Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar ásamt Lieutenant General Craig A. Franklin
Nokkuð hefur verið um heimsóknir á svæðinu þar sem yfirmenn flughersins og tengdir aðilar, í fylgd fulltrúa utanríkisráðuneytisins, hafa komið til að kynna sér verkefnið, sem hefur verið með sama fyrirkomulagi og áður og í samræmi við samninga sem í gildi eru. Á meðal gesta voru Lieutenant General Craig A. Franklin og aðrir yfirmenn bandaríska flugflotans í Evrópu sem staðsettir eru í Ramstein ásamt Colonel Kyle W. Robinson yfirmanni flugsveitarinnar sem staðsett er í Lakenheath. Einnig heimsótti Landhelgisgæsluna hópur varnarmálafulltrúa sem staðsettir eru í Osló, en þeir eru tengiliðir við íslensk yfirvöld.
Georg Kr. Lárusson hitti yfirmenn bandaríska flugflotans
Dagmar Sigurðardóttir, lögfræðingur Landhelgisgæslunnar, Gylfi Geirsson, forstöðumaður og Þórður Yngvi Guðmundsson frá utanríkisráðuneytinu ásamt varnarmálafulltrúum
Loftrýmisgæslunni lýkur fyrstu vikuna í júní en um 170 liðsmenn bandaríska flughersins hafa tekið þátt í verkefninu, af þeim 9 liðsmenn á Akureyri, með fjórar F-15 orrustuþotur, eina KC 135 eldsneytisflugvél og eina C130 leitar- og björgunarflugvél.
KC 135 eldsneytisflugvél
Starfsmenn C-130 leitar- og björgunarflugvélarinnar ásamt yfirmanni sínum