Fjölbreytt verkefni hjá áhöfn varðskipsins ÞÓR

Æfðu notkun eldsneytisbúnaðar með þyrlu

  • LIF11_HIFR

Mánudagur 28. maí 2012

Varðskipið ÞÓR hefur að undanförnu verið við eftirlit- og löggæslustörf, en einnig hefur áhöfnin verið við ýmsa þjálfun, m.a. í notkun eldsneytisbúnaðar varðskipsins, DP-æfingar, léttbáta æfingar,  æfingakafanir, auk þess sem skipt var um öldumælisdufl undan Straumnesi.

Æfð var notkun þyrlueldsneytisbúnaðar þar sem í fyrsta sinn var þyrlueldsneyti dælt á þyrluna TF-LIF meðan hún var á lofti yfir varðskipinu ÞÓR. Slíkur búnaður einnig um borð í varðskipunum ÆGIR og TÝR og er afar mikilvægt að geta veitt þyrlu LHG eldsneyti þegar verið er í aðgerðum á hafi úti og langt fyrir þyrlu að fara til eldsneytistöku. Gekk æfingin í alla staði vel og búnaðurinn reyndist vel.

LIF3_HIFR
Sigmaður þyrlunnar kemur um borð í ÞÓR

Við áfyllinguna er notaður þyrlueldsneytis búnaðar (HIFR) en um borð í varðskipinu ÞÓR getur verið um 58 m³ (45.820 kg.) af eldsneyti. Gengur áfyllingin þannig fyrir sig að þyrla tilkynnir um að hún þurfi á eldsneyti að halda frá skipinu. Áhöfn skipsins gerir klárt fyrir eldsneytis afhendingu með því að taka slöngu upp á þyrluþilfar, er hún lögð niður í buktum og síðan tengd við bakrennsli til eldsneytistanks. Er síðan dælustöðin sett í gang og eldsneytinu hringrásað í 15 mínútur. Er þá allt tilbúið til að taka á móti þyrlunni.

Sjá myndir sem Sævar Már Magnússon, bátsmaður/kafari og fleiri í áhöfn v/s ÞÓR tóku við eldsneytistökuna, við æfingaköfun og þegar skipt var um öldumælisdufl við Straumnes.

LIF9_HIFR2

Eldsneytisslanga hífð upp

LIF11_HIFR
Haldið við slönguna meðan eldsneyti er dælt á þyrluna
LIF2_HIFR
LIF4_HIFR
Eldsneyti dælt á þyrluna

Snapshot-1-(26.5.2012-23-39)
Skipt um öldumælisdufl

Snapshot-2-(26.5.2012-23-41)
Snapshot-3-(26.5.2012-23-42)
kafad-vid-Thor-26.05.2011
Æfingaköfun við varðskipið

Snapshot-3-(26.5.2012-22-35)