Landhelgisgæslan og bandaríska flugsveitin æfa saman á Faxaflóa í dag

  • LIF1_HIFR

Miðvikudagur 30. maí 2012

Að undanförnu hafa björgunarliðar flugsveitar Bandaríkjamanna farið í æfingar með þyrluáhöfnum Landhelgisgæslunnar þar sem tækifæri hefur gefist til að miðla reynslu og þekkingu beggja aðila. Síðdegis í dag, milli kl. 17:00 og 19:30 fer fram björgunaræfing á austanverðum Faxaflóa sem verður hugsanlega sýnileg af höfuðborgarsvæðinu.

Þátttakendur æfingarinnar verða varðskipið Þór, þyrla Landhelgisgæslunnar, fulltrúar flugsveitar og C-130 leitar- og björgunarflugvél Bandaríkjamanna auk stjórnstöðva Landhelgisgæslunnar í Keflavík og Reykjavík.