Minningarathöfn og messa á Sjómannadeginum

  • 03062012_Minnisv10

Sunnudagur 3. júní 2012

Athöfn fór fram í morgun við Minningaröldur Sjómannadagsráðs við Fossvogskapellu í Fossvogskirkjugarði. Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur flutti ritningarorð og bæn. Lagðir voru blómsveigar að minnisvarðanum og starfsmenn Landhelgisgæslunnar stóðu heiðursvörð.

Viðstaddir voru m.a. Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri, Þórunn J. Hafstein, skrifstofustjóri frá innanríkisráðuneytinu, fulltrúar sjómannadagsráðs, starfsmenn Landhelgisgæslunnar, Slysavarnarfélagsins Landsbjargar auk annarra sem koma að sjóbjörgunarmálum hér á landi. Einnig var borgarstjórinn í Þórshöfn í Færeyjum og fulltrúar færeyskra sjómanna við athöfnina og minntust látinna sjómanna með blómsveig.

Að lokinni athöfn var haldið í safnaðarheimili Dómkirkjunnar þar sem safnast var saman til Sjómannamessu í Dómkirkjunni  Starfsmenn Landhelgisgæslunnar ásamt Forseta Íslands, Innanríkisráðherra, ráðuneytisstjóra, fulltrúar Sjómannadagsráðs og fleiri gengu í fylkingu til messunnar. Biskup Íslands prédikaði og sr. Hjálmar Jónsson þjónaði fyrir altari. Ritningarorði lásu Jóhann Gunnar Arnarsson, bryti og  Niels Finsen verkefnisstjóri hjá Sjómælingasviði Landhelgisgæslunnar.

Dómkórinn söng en organisti og stjórnandi var Kári Þormar. Einsöng söng Þóra Einarsdóttir og Ásgeir Steingrímsson lék einleik á trompett.

Minningaröldur sjómannadagsins voru reistar af Sjómannadagsráð árið 1996. Letrað er á þann minnisvarða nöfn drukknaðra, týndra sjómanna og annarra sæfara að ósk ættingja eða útgerðar.


03062012_Minnisv3

03062012_Minnisv2
03062012_Minnisv8
03062012_Minnisv6
03062012_Minnisv5

03062012_Minnisv7
03062012_Minnisv9

03062012_Minnisv10

03062012_Minnisv11

03062012_Minnisv12

03062012_Minnisv14
Niels Finsen verkefnisstjóri hjá Sjómælingasviði las úr ritningunni

03062012_Minnisv13

Jóhann Gunnar Arnarsson, bryti las ritningarlestur

Thor_sjomannadagur
Varðskipið Þór er opið til sýnis í dag, sjómannadag milli kl. 13:00-16:00.
Skipið er staðsett við Grandagarð.