Sjóbjörgunaræfing á Húsavík

  • _MG_3807

Laugardagur 9. júní 2012

Æfing vegna bruna í hvalaskoðunarskipi stóð yfir á Húsavík í dag.  Æfingin hófst með því að neyðarkall barst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar laust fyrir klukkan 09:00 þar sem tilkynnt var um eld um borð í hvalaskoðunarskipi á Skjálfanda skammt utan Húsvíkur.

Æfð voru viðbrögð þar sem bjarga þurfti hátt í 50 manns úr brennandi hvalaskoðunarskipi, þar sem margir slösuðust. Fjöldi viðbragðsaðla kom að æfingunni þar á meðal, slökkvilið, sjúkraflutningamenn, lögreglan, Rauði krossinn, heilbrigðisstarfmenn,  björgunarsveitir  úr Eyjafirði og Þingeyjarsýslu og starfsmenn hvalaskoðunarskipa á Húsavík. 

Unnið var eftir nýrri viðbragðsáætlun sem gerð hefur verið um hópslys á Húsavík, hvalaskoðunarbáta og önnur farþegaskip.  Samhæfingarstöðin í Skógarhlíð var fullmönnuð og samhæfði aðgerðir og aðstoðaði vettvang eftir þörfum.