Mikil sjósókn

  • Stjornstod3

Mánudagur 11. júní 2012

Að sögn varðstjóra Landhelgisgæslunnar voru um níuhundruð skip og bátar í fjareftirlitskerfum um níu leitið í morgun en u.þ.b. þrír fjórðu hlutar þeirra voru smærri bátar.

Miklir álagspunktar geta komið upp hjá varðstjórum stjórnstöðvarinnar snemma á morgnana og síðdegis þegar bátar tilkynna sig úr og í höfn en öllum öllum bátum sem stunda strandveiðar er skylt að gera það. Eru sjómenn beðnir um að sýna biðlund og kalla að nýju ef varðstjórar ná ekki að taka strax á móti tilkynningu þeirra.