Þyrla LHG bjargar manni sem fór í sjóinn

  • GNA2

Sunnudagur 17. júní 2012

Landhelgisgæslunni barst kl. 22:11 beiðni um útkall þyrlu frá lögreglunni í Borgarnesi og 112 eftir að  bátur sem var í skemmtisiglingu fann konu á skeri utan við Borgarnes en faðir hennar sem var með henni í siglingu lenti í sjónum.

TF-LÍF fór í loftið kl. 22:37 og fann hún manninn í sjónum kl. 23:09. Var flogið með hann beint á Landspítalann í Fossvogi þar sem lent var um kl. 23:20.