Skúta óskar eftir aðstoð í Meðallandsbugt

  • GNA_E1F2236

Miðvikudagur 20. júní 2012

Landhelgisgæslunni barst kl. 12:14 aðstoðarbeiðni frá skútu, með tvo menn um borð sem rekur í átt að landi í Meðallandsbugt,  um 80-90 sjómílur suðaustur af Meðallandssfjöru.

Þyrla Landhelgisgæslunnar,  björgunarsveitir á landi, björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar í Vestmannaeyjum og á Höfn fóru til aðstoðar en aðstoðin var afturkölluð þegar mönnunum tveimur tókst að koma upp auka segli og náðu stjórn á skútunni á nýjan leik. Björgunarskipið Þór í Vestmannaeyjum mun þó halda áfram að skútunni og fylgja henni til hafnar.