Þyrluáhafnir í viðbragðsstöðu vegna flugvélar

  • Thyrla_stjornklefi

Mánudagur 2. júlí 2012

Landhelgisgæslunni barst í morgun tilkynning frá flugstjórn um reyk í flugstjórnarklefa einkaþotu með fjóra menn um borð sem hafði snúið við og var á leið inn til lendingar á Keflavíkurflugvelli. Var viðbragðsáætlun samstundis virkjuð, samhæfingarstöð kölluð saman kl. 08:15 en lending var áætluð kl. 08:30. Þyrluáhafnir Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út auk sjóbjörgunarsveita Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á svæðinu og kallað út PAN PAN á neyðarrás skipa og báta. Flugvélin lenti kl. 08:37 heilu og höldnu á Keflavíkurflugvelli.