Varðskipið Týr komið til Íslands eftir langa siglingu

  • Tyr_a

Þriðjudagur 3. júlí 2012

Varðskipið Týr kom til hafnar í Reykjavík þann 22. júní síðastliðinn eftir 6000 sjómílna siglingu á 43 dögum frá Íslandi til Kanada. Varðskipið hafði sótt skipið Hebron Sea þangað og dró það síðan yfir Atlantshafið til Grenå i Danmörku þar sem skipið var tekið til niðurrifs. Landhelgisgæslan tók þetta verkefni að sér sem verkataki fyrir danskt fyrirtæki sem sérhæft er í niðurrifi úreldra skipa.

Gekk ferðin nokkuð vel en þó hægði verulega á siglingunni þegar komið var út á Atlandshaf með skipið í togi. Blés þá norðaustan á móti skipunum langleiðina yfir hafið.  Heimferðin frá Danmörku gekk ágætlega.

Hér eru myndir sem voru teknar af Jóni Páli Ásgeirssyni, yfirstýrimanni í ferðinni.

Hebron-Sea_2012-06-11-(12)
Talsvert tók í taugina á milli skipanna

Hebron-Sea_2012-06-11-(10)

Hebron-Sea_2012-06-11-(11)

Hebron-Sea_2012-06-11-(9)

Hebron-Sea_2012-06-11-(8)
Komið til hafnar í Danmörku

HebronSeaIMG_84891-(3)

Hebron-Sea_2012-06-11-(13)

Hebron-Sea_2012-06-11-(7)

HebronSeaIMG_84891-(4)

HebronSeaIMG_84891-(1)