Bátur staðinn að meintum ólöglegum veiðum

  • 2010-05-03,_Baldur_a

Þriðjudagur 3. júlí 2012

Baldur, eftirlitsskip Landhelgisgæslunnar stóð um hádegisbilið strandveiðibát að meintum ólöglegum veiðum innan reglugerðarhólfs suður af Skor í Breiðafirði þar sem í gildi er bann við handfæra- og línuveiðum. Var bátnum vísað til hafnar þar sem málið verður tekið fyrir af viðeigandi lögregluyfirvöldum.

Mynd Jón Páll Ásgeirsson