Vélarvana bátur 15 sml frá Neskaupstað

  • Stjornstod3

Þriðjudagur 3. júlí 2012

Landhelgisgæslunni barst í kvöld aðstoðarbeiðni frá fiskibát sem var vélarvana um 15 sjómílur frá Neskaupstað. Björgunarskipið Hafbjörg frá Neskaupstað var kallað út til aðstoðar og er reiknað  með að siglingin að bátnum taki um klukkustund, komið verði á staðinn um miðnætti.  Ágætt veður er á svæðinu.