Leit að ísbirni bar ekki árangur

  • _MG_5772

Föstudagur 6. júlí 2012

Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti í Reykjavík kl. 16:30 eftir að hafa verið við leit að ísbirni sem erlendir ferðamenn töldu sig sjá á sundi í Húnaflóa í fyrradag.  Í flugskýrslu þyrluáhafnar segir að byrjað hafi verið að leita Heggstaðarnesið að vestanverðu og það leitað frá fjalli niður í fjöru, yfir á Vatnsnesið og var það leitað eins. Var þá flogið fyrir nesið frá fjöru og upp í dali og uppá fjöllin. Þaðan var svo floginn Þingeyrasandurinn inn á Blönduós, þar sem lent var. Hvorki sást tangur né tetur af ísbirni á svæðinu en leitað var að m.a. sporum og dýrahræjum sem björninn hefði hugsanlega getað nælt sér í. Var þá lent á Blönduósi og farið yfir stöðuna með lögreglunni á Blönduósi. Ákveðið var að hætta leit og endurmeta stöðuna ef nýjar og öflugar vísbendingar berast.