Viðhald á ljósduflum

  • TYR_Rifsdufl

Nýlega var varðskipið Týr í viðhaldsvinnu við ljósdufl í Faxaflóa, í Hvalfirði, undan Hafnarfirði, í Skerjafirði og í Breiðafirði. Ljósduflin voru hreinsuð, sum voru einnig máluð og legufæri yfirfarin.

Alls var unnið við þrettán ljósdufl, þar af var skipt um sjö stór járndufl sem hafa verið í notkun hér við land síðan í seinni heimsstyrjöldinni, en minni og hentugri dufl úr plast hafa verið að taka við af þeim. Ljósduflin eru ýmist í eigu Siglingastofnunar eða sveitarfélaga. Með í ferðinni voru tveir starfsmenn frá Siglingastofnun Íslands.

Myndir: Snorre Greil
 

TYR_lestad
Baujur lestaðar í Kópavogi. Ein bauja vegur um 5 tonn.

TYR_Rifsdufl 

Rifsdufl á Breiðarfirði lagt út. Steinninn sem festur er við duflið með öflugri keðju vegur 4 tonn. Sjá myndskeið.

Hér er myndskeið þar sem Kerlingaskersdufl sést lagt út.

TYR_thurrkad 
Duflið undan Valhúsagrunni var hreinsað, þurrkað með gasi eins og má sjá á myndinni og síðan málað og lagt út.

Tyr_Kerlingasker 
Duflið undan Kerlingaskeri tekið um borð. Sigurður Sigurðsson yfirverkstjóri frá Siglingastofun að fylgjast með.