Bátur vélarvana norður af Grundarfirði

  • _MG_0632

Mánudagur 9. júlí 2012

Landhelgisgæslunni barst kl. 09:20 í morgun beiðni um aðstoð frá strandveiðibát sem var vélarvana norður af Grundarfirði. Björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Grundarfirði var þá kallað út og fór það til aðstoðar. Eru þeir væntanlegir til hafnar um kl. 11:30. Ágætt veður er á svæðinu og engin hætta á ferðum.