Reyndi að villa á sér heimildir fyrir varðskipsmönnum

  • ÞOR_ICG_Mai2012

Þriðjudagur 7. ágúst 2012

Varðskipið Þór stóð nýverið rækjubát að meintum ólöglegum togveiðum í Kolluál undan Svörtuloftum á Snæfellsnesi. Við nánari eftirlit varðskipsmanna kom í ljós að lögskráður áhafnarmeðlimur var ekki staddur um borð og reyndi óþekktur áhafnarmeðlimur að villa á sér heimildir. Er athæfið litið mjög alvarlegum augum. Varðskipsmenn vísuðu bátnum til hafnar þar sem lögreglan af höfuðborgarsvæðinu tók á móti skipstjóranum og yfirheyrði hann.  Lögreglan mun síðan taka ákvörðun um áframhald málsins.