Flugvél snúið til Keflavíkurflugvallar vegna sprengjuhótunar

  • SkyliLHG831

Fimmtudagur 16. ágúst 2012

Landhelgisgæslunni barst kl. 05:40 í morgun tilkynning um að Airbus 330A vél frá Aeoroflot með 253 farþega innanborðs hefði verið snúið til Keflavíkur vegna sprengjuhótunar. Áætlað var að flugvélin myndi lenda kl. 06:14. Starfsmenn sérgerða- og sprengjueyðingasviðs Landhelgisgæslunnar voru samstundis kallir út auk þess sem þyrla Landhelgisgæslunnarog þotur Portúgala, sem eru álandinu til loftrýmisgæslu, voru einnig í viðbragðsstöðu. Stjórnun gerða var í höndum lögreglustjórans á Keflavíkurflugvelli.

B831-1,-2012-08-16,-08.33.20.412
Mynd sem tekin var í flugskýli Landhelgisgæslunnar. 

Flugvélin lenti heilu og höldnu á Keflavíkurflugvelli kl. 06:27 og var ósk eftir stærsta skýli Landhelgisgæslunnar á flugvellinum yrði not fyrir áhöfn og farþega flugvélarinnar. Starfsmenn Landhelgisgæslunnar í Keflavík voru þákallir út til stoðar í skýlinu. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra afturkalli gerðir kl. 09:21 öðru leyti en því sem snéri að  sprengjusérfræðingum, starfsmönnum LHG í flugskýli 831 og öðrum stuðningsilum.

B831-1,-2012-08-16,-09.21.15.420

Sprengjuleit hófst um hádegi og lauk um kl. 16:00. Engin sprengja fannst í flugvélinni, hvorki í farangri né vélinni sjálfri. Farþegarnir voru í skýli Landhelgisgæslunnar á Keflavíkurflugvelli og var áfallahjálparteymi Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja verið þeim til stoðar ásamt Suðurnesjadeild Rauða kross Íslands og starfsmönnum Landhelgisgæslunnar. Flugvél frá Rússlandi sækir farþegana og er áætluð brottför frá Keflavík um kl. 18.30.

B831-1,-2012-08-16,-13.42.09.057