Varðskipið Þór heimsótti Grímsey í dag

  • ÞOR Arni Saeberg

Fimmtudagur 23. ágúst 2012

Varðskipið Þór heimsótti Grímsey síðdegis í dag og var eyjarskeggjum boðið að skoða skipið. Sóttu léttabátar varðskipsins gestina og voru samtals 48 gestir á öllum aldri ferjaðir um borð í sex ferðum og var yngsta barnið aðeins átta mánaða gamalt.  Fylgdu skipverjar síðan gestunum um skipið og sögðu frá verkefnum þess og margvíslegum búnaði. Að sögn Páls Geirdal skipherra gekk heimsóknin mjög vel og voru Grímseyingar ánægðir með að fá tækifæri til að skoða varðskipið, ekki skemmdi fyrir að komast líka í bátsferð með léttabátum varðskipsins.

 GrimseyP1010110
Valgeir Baldursson háseti sagði gestum á öllum aldri frá skipinu og búnaði þess.

GrimseyP1010112
Farið um borð í léttabátana

Myndir úr heimsókninni eru teknar af áhöfn Þórs.

.Á forsíðunni er mynd Árna Sæberg af Þór.