Fiskibátur fékk á sig brotsjó

  • _MG_0632

Föstudagur 24. ágúst 2012

Landhelgisgæslunni barst kl. 07:11 í morgun tilkynning frá fiskibát sem fékk á sig brotsjó skammt NA - frá Gjögrum í Eyjafirði. Ekki urðu meiðsl á fólki en að sögn skipverja brotnuðu gluggar og siglingatækin blotnuðu. Nærstaddur bátur kom þeim til aðstoðar og fylgdi bátnum áleiðis til hafnar. Einnig var varðskipið Þór á svæðinu, fylgdist með ferðum bátanna og var til taks ef þörf hefði verið á. Ekki kom til þess og voru bátarnir komnir í höfn um klukkan hálf tíu í morgun.