Flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli

  • Samhaefstod

Laugardagur 6. október 2012

Landhelgisgæslan tekur í dag þátt í flugslysaæfingu á Reykjavíkurflugvelli þar sem fulltrúi hennar mun vera staddur í Samhæfingarstöðinni í Skógarhlíð en hún er virkjuð í æfingunni og mun aðstoða vettvang eftir þörfum.  Æfingin hefst klukkan 10:30 og lýkur um klukkan 15:00. Líkt verður eftir brotlendingu flugvélar með 90 farþega innanborðs. Allir viðbragðsaðilar á höfuðborgarsvæðinu taka þátt í æfingunni og mun reyna á getu þeirra og samvinnu í umfangsmiklu flugslysi. Fjölbreytt verkefni þarf að leysa á slysavettvangi. Einnig verður að störfum aðgerðarstjórn almannavarna á höfuðborgarsvæðinu sem stýrir aðgerðum í umdæminu.

Skipulagið miðast við endurskoðaða og nýuppfærða flugslysaáætlun fyrir Reykjavíkurflugvöll.  Lærdómur sem dreginn verður af æfingunni verður síðan færður í áætlunina og hún formlega gefin út í framhaldinu.

Búast má við mikilli umferð viðbragðsaðila í nágrenni flugvallarins og umferðartafa milli flugvallar og sjúkrahúsa. Vegfarendur í nágrenni flugvallarins eru beðnir um að sýna tillitsemi vegna æfingarinnar.

Mynd úr Samhæfingarstöð Árni Sæberg.