TF-LÍF kölluð út vegna alvarlegra veikinda

  • TF-LIF_8625_1200

Sunnudagur 7. október 2012

Þyrla Landhelgisgæslunnar TF LIF var kölluð út kl. 09:59 í morgun vegna alvarlegra veikinda sem áttu sér stað í Borgarfirði. Fór þyrlan í loftið kl. 10:19 og flaug til til móts við sjúkrabíl sem flutti sjúklinginn. Lent var vestan megin við Hvalfjarðargöng kl. 10:26 og var sjúklingur var fluttur yfir í þyrluna. Farið var að nýju í loftið kl. 10:33 og var flogið beint á Landspítalann í Fossvogi þar sem lent var kl. 10:41.