Leitar- björgunar- og öryggismál á hafinu rædd á fundi með NATO

  • MARCOM_ICG3

Miðvikudagur 9. október 2012

Vinnufundur Landhelgisgæslunnar með yfirmönnum flotastjórnar NATO (The Allied Maritime Command Headquarters, sem staðsett er í Northwood á Englandi, fer fram nú í vikunni.  Á dagskrá fundarins eru mál er varða leit og björgun á Norður-Atlantshafi sem og  önnur öryggismál á hafinu. MC Northwood gegnir lykilhlutverki við að tryggja sem öruggasta stöðumynd allra skipa bandalagsþjóðanna á Atlantshafi og bregst við þegar þörf er á aðstoð þeirra.

convoy
Kaupskipalest sem siglir saman gegnum Adenflóa undir vernd skipa flotastjórnarinnar.

Skip á vegum flotastjórnarinnar hafa undanfarin ár unnið ómetanlegt starf undan ströndum austur Afríku og á Adena flóa þar sem þau hafa verið við gæslu og eftirlit og varið kaupskip sem þar fara um fyrir sjóránum.  Gífurlega mikið hefur áunnist í því starfi.

MARCOM_ICG3
Lt Cdr Versluis, Jón B. Guðnason framkvæmdastjóri lofthelgis- og öryggismálasviðs LHG, Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs LHG, Rear Admiral Ort, Georg Kr. Lárusson, forstjóri LHG, Group Captain Cole,  Lt Cdr Brozzesi, Gylfi Geirsson, verkefnisstjóri, Auðunn Kristinsson, verkefnisstjóri aðgerðasviðs LHG og Jon Terje Eide, varnarmálafulltrúi.

MARCOM_ICG6_web
Georg Kr. Lárusson afhendir Rear Admiral Ort skjöld Landhelgisgæslunnar

MARCOM_ICG5_web
Rear Admiral Ort afhendir Georg Kr. Lárussyni skjöld flotastjórnarinnar/MARCOM