Sprengjusérfræðingar LHG kallaðir til þegar sprengjukúlur fundust

  • Sprengikula75mm

Miðvikudagur 10. október 2012

Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út um kl. 10:30 í morgun eftir að sprengjukúlur fundust á athafnasvæði Björgunar í Bryggjuhverfinu í morgun. Sprengjukúlurnar komu upp á land þegar sanddæluskipið Sóley losaði efni sem það dældi upp út af Viðeyjarflaki í morgun.

Um var að ræða tvær 75 mm sprengikúlur og er hvor þeirra um 40 cm að lengd. Fjarlægðu sprengjusérfræðingar sprengjukúlurnar og fluttu þær á öruggan stað þar sem þeim var eytt.

sprengikulur_ArniSaeberg

Mynd Árni Sæberg