Starfsmenn innanríkisráðuneytisins kynntu sér starf LHG
Mánudagur 15. október 2012
Landhelgisgæslan fékk nýverið starfsfólk innanríkisráðuneytisins í heimsókn þar sem þau kynntu sér helstu verkefni og áskoranir Landhelgisgæslunnar sem m.a. felast í leit og björgun, öryggis-, löggæslu og eftirliti á hafinu, öryggis- og varnartengdum verkefnum, sjúkraflutningum, sprengjueyðingum auk sjómælinga- og sjókortagerðar.
Heimsóknin hófst í flugskýli Landhelgisgæslunnar og var síðan haldið í björgunarmiðstöðina í Skógarhlíð þar sem var heilsað upp á starfsmenn sjómælingasviðs og stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar. Einnig var litið við hjá Neyðarlínunni, fjarskiptamiðstöð Ríkislögreglustjóra og í Samhæfingarstöð Almannavarna. Lauk heimsókninni í varðskipinu Þór þar sem Sigurður Steinar Ketilsson skipherra og Einar Hansen vélstjóri kynntu getu og helsta búnað varðskipsins.
Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar bauð gestina velkomna
Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs kynnti starfsemina
Níels B. Finsen, verkefnisstjóri hjá sjómælingasviði sagði frá verkefnum þeirra.
Hann skartaði bleiki bindi í tilefni af bleika deginum.
Sagt frá stjórnstöðinni og verkefnum hennar en hún gegnir lykilhlutverki í allri starfseminni.
Samhæfingarstöð Almannavarna.
Sigurður Steinar Ketilsson, skipherra útskýrir helstu tækin í brúnni