Starfsmenn N1 heimsóttu flugdeild LHG

  • N!_1

Þriðjudagur 16. október 2012

Landhelgisgæslan fékk nýverið heimsókn starfsfólks N1 sem kom til að kynna sér starf þyrlusveitar Landhelgisgæslunnar. Lárus Helgi Kristjánsson flugmaður og Reynir Garðar Brynjarsson  yfirspilmaður tóku á móti gestunum og sögðu frá verklagi, búnaði og getu flugdeildar Landhelgisgæslunnar. Samtals komu um sjötíu starfsmenn N1 í heimsóknina og voru þau afar ánægð með góða kynningu þeirra félaga.

N!_2
N!_1