Starfsmenn N1 heimsóttu flugdeild LHG
Þriðjudagur 16. október 2012
Landhelgisgæslan fékk nýverið heimsókn starfsfólks N1 sem kom til að kynna sér starf þyrlusveitar Landhelgisgæslunnar. Lárus Helgi Kristjánsson flugmaður og Reynir Garðar Brynjarsson yfirspilmaður tóku á móti gestunum og sögðu frá verklagi, búnaði og getu flugdeildar Landhelgisgæslunnar. Samtals komu um sjötíu starfsmenn N1 í heimsóknina og voru þau afar ánægð með góða kynningu þeirra félaga.