Þyrla LHG sótti slasaðan göngumann í Botnssúlur

  • TF-LIF_8625_1200

Sunnudagur 21. október 2012

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út að beiðni fjarskiptamiðstöðvar ríkislögreglustjóra kl. 19:17 eftir að göngumaður slasaðist þegar hann féll fram af klettabelti í Botnssúlum.

Fór þyrlan í loftið kl. 19:31 og var komið að slysstað rétt fyrir kl. 19:55. Hinn slasaði var fluttur um borð í þyrluna og var farið var að nýju í loftið 20:05 og lent við flugskýli Landhelgisgæslunnar kl. 20:15 þar sem sjúkrabifreið beið og flutti hinn slasaða á sjúkrahús.