Línubátur með tvo menn um borð fékk á sig brotsjó

  • GNA2

Fimmtudagur 8. nóvember 2012

Landhelgisgæslunni barst kl. 16:40 aðstoðarbeiðni frá línubátnum Steinunni HF108  sem hafði fengið á sig brotsjó um 20 sml. NV-af Rit, við mynni Ísafjarðardjúps. Tveir menn eru í áhöfn bátsins. Afli og veiðarfæri höfðu kastast til og fékk báturinn á sig slagsíðu. Landhelgisgæslan hafði samstundis samband við nærstödd skip og báta og bað þau um að halda á staðinn.

Togarinn Örfirirsey RE og Páll Pálsson ÍS héldu umsvifalaust áleiðis, einnig var björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Ísafirði, Gunnar Friðriksson kallað út auk þyrlu Landhelgisgæslunnar.

Togararnir Páll Pálsson og Örfirisey komu að Steinunni um kl. 18:00 og fylgja henni áleiðis inn á Ísafjarðardjúp ásamt björgunarskipinu, þyrla LHG lendir á Ísafirði og bíður átekta þar.