Þyrla kölluð út eftir bílslys í Húnavatnssýslu

  • TF-LIF_8586_1200

Þriðjudagur 13. nóvember 2012

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út kl. 18:30 eftir að bílslys varð í Vestur - Húnavatnssýslu. TF-LÍF fór í loftið kl. 18:51 og ók sjúkrabíll til móts við þyrluna sem lenti við Staðarskála í Hrútafirði kl. 19:40. Var einn sjúklingur fluttur um borð í þyrluna og var farið að nýju í loftið kl. 19:49 og lent við Borgarspítalann kl. 20:26