Áhöfn þyrlu LHG tók þátt í minningarathöfn

  • Minningarathofn_fornarlumfslysa

Sunnudagur 18. nóvember 2012

Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar tók í morgun þátt í minningarathöfn við bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi  þar sem fórnarlamba umferðarslysa var minnst og heiðraðar voru þær starfsstéttir sem koma að björgun og aðhlynningu á vettvangi slysa.  Einnig voru viðstaddir þeir aðilar sem annast sálgæslu þeirra sem með einum eða öðrum hætti eiga um sárt að binda af völdum umferðarslysa.

Forseti Íslands herra Ólafur Ragnar Grímsson var viðstaddur athöfnina og sagði hann þar m.a. "Við getum glaðst yfir því hér í dag, þótt árið sé ekki enn á enda, að færri hafa látist í umferðarslysum á þessu ári en í fyrra. Þannig erum við vonandi smátt og smátt og nálgast þann árangur sem okkur hefur tekist varðandi sjómenn og sjófarendur."

Sjá nánar frétt á heimasíðu Umferðarstofu.

http://us.is/umferdarstofa/frettir/77

Mynd Árni Sæberg.