Æfingar með köfurum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins

  • 2010-10-15,-kofunaraefing-a

Mánudagur 12. nóvember 2012

Séraðgerða- og sprengjueyðingasvið Landhelgisgæslunnar var nýverið við köfunaræfingar í Sandgerðishöfn með köfurum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Skipulag æfinganna var í umsjón Landhelgisgæslunnar en tilgangur þeirra var tvíþættur. Annars vegar að bjarga fólki úr bifreið sem átti að hafa ekið fram af bryggju og hins vegar var unnið að björgun kafara sem lá fastur undir stálbita í höfninni. Við björgun hans notaðir svokallaðaðir lyftibelgir.

Mjög erfitt getur verið að vinna við aðstæður sem þessar þar sem bílarnir geta lent á hvolfi og sokkið að hluta í drullu/leir, allar hurðir verið læstar og beyglaðar, mikill straumur og lélegt skyggni. Æfingarnar stóð yfir í þrjá daga og gengu þær mjög vel, voru vel leystar og á skömmum tíma. Afar mikilvægt er fyrir viðbragðsaðila að æfa reglulega saman á vettvangi og hefur Landhelgisgæslan átt í mjög góðu samstarfi við Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og Ríkislögreglustjóra á þessu sviði.

SHS Kofunaraefing
Mynd frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins

Mynd á forsíðu frá æfingu LHG og SHS 2010