Bátur strandar NV af Straumnesi - þyrla LHG sótti áhöfnina

  • TF-LIF_8434_1200

Sunnudagur 25. nóvember 2012

Landhelgisgæslunni barst klukkan rúmlega sjö neyðarkall frá fiskibátnum Jónínu Brynju frá Bolungarvík sem var staðsettur NV- af Straumnesi, í nágrenni  Aðalvíkur. Tveir menn voru í áhöfn bátsins og náðu þeir að senda út neyðarkall til stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar sem boðaði samstundis út björgunarskip - og báta Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, nærstödd skip og báta auk þyrlu Landhelgisgæslunnar.

Vegna lélegs  fjarskiptasambands og þar sem báturinn strandaði undir klettabelti náðist ekki samband við áhöfnina fyrr en um kl. 20:00. Voru þeir þá heilir á húfi en báturinn brotinn í fjörunni. Þyrla Landhelgisgæslunnar náði mönnunum um borð kl. 20:50 og voru þeir heilir á húfi. Björgunarskip SL, Gunnar Friðriksson var þá komið á staðinn auk harðbotna slöngubáts frá Bolungarvík og til taks ef þörf hefði verið á. Mennirnir verða væntanlega flutti með þyrlunni á Ísafjörð.

Mynd Baldur Sveinsson.