Metþátttaka í aðventuhlaupinu

  • Hlaup1

Mánudagur 3. desember 2012

Hið árlega aðventuhlaup Björgunarmiðstöðvarinnar fór fram síðastliðinn föstudag.  Alls tóku 90 starfsmenn þátt í hlaupinu, þar af 57 frá Landhelgisgæslunni sem er glæsileg þátttaka. Tvær vegalengdir voru í boði, 7 km flugvallarhringur og 3 km Nauthólsvíkurhringur. Í björgunarmiðstöðinni starfa auk Landhelgisgæslunnar, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, almannavarnardeild ríkislögreglustjóra, Neyðarlínan og Slysavarnarfélagið Landsbjörg.

Sigurvegarar í 7 km hlaupi karla voru Ágúst frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins (SHS) á 28 mín, Már Þórarinsson frá LHG sem hljóp á 28:04 mín og Hörður frá SHS á 29:36 mín.

Sigurvegarar í 3 km hlaupi voru Jón Erlendsson frá LHG á 13:32 mín,  Aron Karl,  LHG á 14:48 mín og Martin LHG á 15:58 mín, ásamt Martinsson sem svaf vært í kerru.

Slökkvilið höfuðborgarsvæðsins sigraði auk þess liðakeppni aðventuhlaupsins.

Stjórnendur og yfirskipuleggjendur hlaupsins voru Elías Níelsson hjá SHS, Marvin Ingólfsson hjá LHG.

7kmsaeti2012
Sigurvegarar í 7 km hlaupinu.
Ágúst og Hörður frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og Már Þórarinsson frá LHG

3saeti2012
Sigurvegarar í 3 km hlaupinu.
Martin Sövang,
Jón Erlendsson og 
Aron Karl,  allir frá Landhelgisgæslunni.