Leitað að skipverja sem er saknað

  • GNA2

Fimmtudagur 13. desember 2012

Landhelgisgæslunni barst upp úr klukkan sjö í gærkvöldi aðstoðarbeiðni frá togaranum Múlabergi SI 22 frá Siglufirði,  vegna skipverja sem var saknað á hafsvæðinu norður af Skagafirði.  Sigurvin, björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Siglufirði var samstundis kallað til leitar auk þyrlu Landhelgisgæslunnar. Auk þess var haft samband við nærstödd skip og þau beðin um að taka þátt í leitinni. Varðskipið Týr kom á staðinn í nótt og stendur leit yfir en um er að ræða stórt leitarsvæði eða um 35 sjómílur.