Bátur strandaði í Hvammsvík - engin hætta á ferðum
Fimmtudagur 13. desember 2012 kl. 18:30
Landhelgisgæslunni barst kl. 18:12 aðstoðarbeiðni frá fiskibátnum Kára sem var strandaður í Hvammsvík í Hvalfirði. Tveir menn eru í áhöfn bátsins og sakaði þá ekki. Engin hætta er á ferðum og ágætt veður á staðnum. Kallaðar voru út sjóbjörgunarsveitir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar í Reykjavík og Akranesi og eru þær á leiðinni til aðstoðar. Báturinn er 12 tonn og 13 metra langur.