Björguðu hesti og göngumanni í flugi dagsins

  • Nætursjónaukar

Fimmtudagur 20. desember 2012

Áhafnir flugdeildar Landhelgisgæslunnar sinna afar fjölbreyttum verkefnum og eru ávallt til taks á sjó og fyrir sjúkraflutninga, leit, björgun, löggæslu og ýmsa aðstoð á landi.

Eitt óvænt verkefni var leyst snarlega í þyrlueftirlitsflugi í gær en þá kom áhöfnin auga á hross sem var frosið fast í tjörn við hesthúsin á Eyrarbakka. Ákveðið var að lenda til að láta bændur á nærliggjandi bæ vita. Var svo flugi haldið áfram. Skömmu síðar sá áhöfnin bændur vera að leita að hestinum og var því ákveðið að lenda hjá þeim og voru þeir ferjaðir að staðnum. Voru þeir síðan fljótir að losa hestinn og náðu honum á þurrt.

Skömmu síðar fór þyrluáhöfnin og sótti mann sem slasaðist við Múlafell í Hvalfirði. Komu þyrluáhöfnin víða við í þessu eftirlits- og björgunarflugi.