TF-LÍF kölluð út vegna veikinda um borð í fiskiskipi

  • Nætursjónaukar

Miðvikudagur 9. janúar 2012

Landhelgisgæslunni barst kl. 19:01 í kvöld beiðni um aðstoð vegna veikinda um borð í fiskiskipi sem var statt norður á Halamiðum. Eftir samtal þyrlulæknis við skipstjóra var TF-LÍF þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út og sigldi skipið til móts við þyrluna. Vegna fjarlægðar skipsins frá landi var einnig B þyrluvakt kölluð út og var hún í viðbragðsstöðu á flugvelli.

Farið var í loftið kl. 20:59 og kom TF-LÍF að skipinu kl. 22:20,  þar sem það var statt um 21 sjómílu frá landinu norðvestur af Deild. Þegar þyrlan kom að skipinu var undirbúið að sjúklingur yrði hífður um borð í þyrluna. Þar sem veður var slæmt á svæðinu og aðstæður voru ekki taldar öruggar var ákveðið í samráði við skipstjóra að hverfa frá skipinu. Mun skipið því sigla með sjúklinginn Ísafjarðar.

Mynd Árni Sæberg.