Opnun tilboða hjá Ríkiskaupum vegna leigu á þyrlu

  • RGB_Sigm_1

Fimmtudagur 10. janúar 2013

Í dag voru opnuð tilboð í leigu á þyrlum fyrir Landhelgisgæsluna en útboð var auglýst síðastliðið haust.  Tilboð bárust frá tveimur aðilum í leigu á tveimur þyrlum.  Um er að ræða tilboð í leigu á Super Puma þyrlum, af gerðinni EC 225. 

Ríkiskaup og Landhelgisgæslan mun fara yfir tilboðin á næstu dögum og vikum m.t.t. hvort þau standist þær kröfur sem gerðar eru skv. útboðsgögnum. Stefnt er að því að yfirferð ljúki innan 4 vikna.

Mynd Gassi.